Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 08:59 Neil Young á fjölmiðlafundi fyrir styrktartónleikanna Farm Aid 34 árið 2019. Getty/Gary Miller Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki. Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki.
Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48