Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Guttormur Þorsteinsson skrifar 27. janúar 2022 07:31 Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Hernaður Utanríkismál Úkraína Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar