Það er öllum í hag að styðja vel við námsmenn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. janúar 2022 07:00 Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Alþingi Viðreisn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun