Það er öllum í hag að styðja vel við námsmenn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. janúar 2022 07:00 Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Alþingi Viðreisn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun