Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 21:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hafa verið stórt skref að gera breytingar á reglum á sóttkví en þúsundir landsmanna losna úr einangrun á miðnætti, stór hluti þeirra börn. Víðir ræddi stöðuna í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. „Ástæðan fyrir því að það sé farið í þessar afléttingar, þessar breytingar á sóttkví, eru nokkrar. Kannski sú stærsta, sem var kveikjan að því að fara að skoða þetta og finna lausnir, snýr einmitt að börnunum,“ sagði Víðir í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vísaði til þess að Umboðsmaður barna og fleiri sérfræðingar í málefnum barna hafi bent á það að síendurtekin sóttkví barna sé verri heldur en að börnin einfaldlega smitast af veirunni. „Það er verið að bera saman alls konar hluti, ekki bara hreinar og klárar sóttvarnaráðstafanir, og þess vegna var farið þessa leið með börnin. Síðan voru menn bara leita leiða til að láta samfélagið ganga, meta hættuna á sjúkdóminum, og öllu þessu sem við þekkjum öll,“ sagði Víðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra í gær að búast mætti við því að fleiri börn myndu greinast á næstunni, sem og fjölskyldur þeirra. „Það er augljóst í okkar huga að smitum muni fjölga. Við vitum bara hvað það er stór hluti þeirra undanfarið sem hefur verið í sóttkví sem að hafa verið að greinast og eru þá í fæstum tilfellum að útsetja einhvern annan. Nú verður breyting á og það má alveg búast við því að smitum fjölgi í kjölfarið,“ sagði Víðir. Fleiri lendi nú í einangrun Um það bil 13.300 eru nú í sóttkví á landinu en ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hversu margir losna úr sóttkví á miðnætti. „Núna þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að þótt það fækki í sóttkví hjá þeim þá getur fjölgað þeim starfsmönnum sem eru í einangrun,“ sagði Víðir. Aðspurður um hvort hann sé uggandi yfir þeim breytingum sem kynntar voru í dag sagði Víðir svo vera. „Eftir tvo daga eru liðin slétt tvö ár frá því að við settum í fyrsta sinn á óvissustig vegna þessa faraldurs, og já ég er það auðvitað og ég held að við séum það öll sem að lifum og hrærumst í þessu,“ sagði Víðir. Fundað er nú reglulega með forstöðumönnum heilbrigðisstofnanna og staðan metin hjá fyrirtækjum sem sinna mikilvægum verkefnum en skiljanlega er staðan þung víða. „Ég er alveg sannfærður um að þetta á eftir að verða mjög erfitt fyrir mjög marga vinnustaði og mjög víða í kerfinu núna næstu vikurnar en ljósið við endann á göngunum er náttúrulega það að við sjáum fram á bjartari tíma í lok mars eða byrjun apríl,“ sagði Víðir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að afléttingaráætlun verði kynnt á föstudaginn en þangað til verða áfram í gildi tíu manna samkomutakmarkanir. „Þetta verður bara tekið í skrefum. Við sjáum að löndin í kringum okkur hafa mörg hver verið að boða og kynna sínar afléttingaráætlanir, þær eru mislangar og menn ætla að gera þetta mishratt, þannig það er bara fróðlegt að fylgjast með, enn og aftur, hvernig við erum að grera þetta á mismunandi hátt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Almannavarnir Tengdar fréttir Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hafa verið stórt skref að gera breytingar á reglum á sóttkví en þúsundir landsmanna losna úr einangrun á miðnætti, stór hluti þeirra börn. Víðir ræddi stöðuna í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. „Ástæðan fyrir því að það sé farið í þessar afléttingar, þessar breytingar á sóttkví, eru nokkrar. Kannski sú stærsta, sem var kveikjan að því að fara að skoða þetta og finna lausnir, snýr einmitt að börnunum,“ sagði Víðir í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vísaði til þess að Umboðsmaður barna og fleiri sérfræðingar í málefnum barna hafi bent á það að síendurtekin sóttkví barna sé verri heldur en að börnin einfaldlega smitast af veirunni. „Það er verið að bera saman alls konar hluti, ekki bara hreinar og klárar sóttvarnaráðstafanir, og þess vegna var farið þessa leið með börnin. Síðan voru menn bara leita leiða til að láta samfélagið ganga, meta hættuna á sjúkdóminum, og öllu þessu sem við þekkjum öll,“ sagði Víðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra í gær að búast mætti við því að fleiri börn myndu greinast á næstunni, sem og fjölskyldur þeirra. „Það er augljóst í okkar huga að smitum muni fjölga. Við vitum bara hvað það er stór hluti þeirra undanfarið sem hefur verið í sóttkví sem að hafa verið að greinast og eru þá í fæstum tilfellum að útsetja einhvern annan. Nú verður breyting á og það má alveg búast við því að smitum fjölgi í kjölfarið,“ sagði Víðir. Fleiri lendi nú í einangrun Um það bil 13.300 eru nú í sóttkví á landinu en ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hversu margir losna úr sóttkví á miðnætti. „Núna þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að þótt það fækki í sóttkví hjá þeim þá getur fjölgað þeim starfsmönnum sem eru í einangrun,“ sagði Víðir. Aðspurður um hvort hann sé uggandi yfir þeim breytingum sem kynntar voru í dag sagði Víðir svo vera. „Eftir tvo daga eru liðin slétt tvö ár frá því að við settum í fyrsta sinn á óvissustig vegna þessa faraldurs, og já ég er það auðvitað og ég held að við séum það öll sem að lifum og hrærumst í þessu,“ sagði Víðir. Fundað er nú reglulega með forstöðumönnum heilbrigðisstofnanna og staðan metin hjá fyrirtækjum sem sinna mikilvægum verkefnum en skiljanlega er staðan þung víða. „Ég er alveg sannfærður um að þetta á eftir að verða mjög erfitt fyrir mjög marga vinnustaði og mjög víða í kerfinu núna næstu vikurnar en ljósið við endann á göngunum er náttúrulega það að við sjáum fram á bjartari tíma í lok mars eða byrjun apríl,“ sagði Víðir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að afléttingaráætlun verði kynnt á föstudaginn en þangað til verða áfram í gildi tíu manna samkomutakmarkanir. „Þetta verður bara tekið í skrefum. Við sjáum að löndin í kringum okkur hafa mörg hver verið að boða og kynna sínar afléttingaráætlanir, þær eru mislangar og menn ætla að gera þetta mishratt, þannig það er bara fróðlegt að fylgjast með, enn og aftur, hvernig við erum að grera þetta á mismunandi hátt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Almannavarnir Tengdar fréttir Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44
Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07
Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47