Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2022 11:48 Neil Young er allt annað en sáttur. Jo Hale/Redfern Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vef Young skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina,“ sagði í bréfi Young. Bréfið hefur verið fjarlægt af heimasíðu Young. Young áréttaði að ákvörðun hans kæmi til vegna hlaðvarpsins The Joe Togan Experience sem er um þessar mundir vinsælasta hlaðvarpið á Spotify og eitt það vinsælasta í heimi. Rogan skrifaði undir samning við Spotify að andvirði um 130 milljarða íslenskra króna árið 2020 sem gaf Spotify einkarétt að þættinum. Joe Rogan hefur komið fram sem starfsmaður á UFC viðburðum.Getty Images/Carmen Mandato Young sagðist í bréfinu finna að því að Spotify dreifði svo áhrifaríkum hlaðvarpsþætti og fyndi ekki til ábyrgðar þegar kæmi að dreifingu falsfrétta. Bréfið var stílað á umboðsmanninn Frank Gironda og Tom Corson, framkvæmdastjóra hjá Warner Records, útgáfufyrirtæki Young. Gironda staðfesti við The Daily Beast að bréfið hefði verið skrifað af Young sem hefði sterkar skoðanir á málinu. Verið væri að vinna í því. Young væri í miklu uppnámi. 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fullrúar Spotify höfðu ekki brugðist við málinu þegar fréttin var skrifuð. Guardian greinir frá. Tónlist Bólusetningar Spotify Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vef Young skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina,“ sagði í bréfi Young. Bréfið hefur verið fjarlægt af heimasíðu Young. Young áréttaði að ákvörðun hans kæmi til vegna hlaðvarpsins The Joe Togan Experience sem er um þessar mundir vinsælasta hlaðvarpið á Spotify og eitt það vinsælasta í heimi. Rogan skrifaði undir samning við Spotify að andvirði um 130 milljarða íslenskra króna árið 2020 sem gaf Spotify einkarétt að þættinum. Joe Rogan hefur komið fram sem starfsmaður á UFC viðburðum.Getty Images/Carmen Mandato Young sagðist í bréfinu finna að því að Spotify dreifði svo áhrifaríkum hlaðvarpsþætti og fyndi ekki til ábyrgðar þegar kæmi að dreifingu falsfrétta. Bréfið var stílað á umboðsmanninn Frank Gironda og Tom Corson, framkvæmdastjóra hjá Warner Records, útgáfufyrirtæki Young. Gironda staðfesti við The Daily Beast að bréfið hefði verið skrifað af Young sem hefði sterkar skoðanir á málinu. Verið væri að vinna í því. Young væri í miklu uppnámi. 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fullrúar Spotify höfðu ekki brugðist við málinu þegar fréttin var skrifuð. Guardian greinir frá.
Tónlist Bólusetningar Spotify Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira