Rafrænir reikningar - bylting í stafrænni vegferð Rúnar Sigurðsson skrifar 25. janúar 2022 07:31 Þær breytingar sem eiga sér nú stað í rafrænni skeytamiðlun eru gott dæmi um það sem gerist þegar ný tækni umbyltir öllu og hlutir gerast mun hraðar en nokkurn gat órað fyrir. Í dag eru þrír íslenskir aðilar svokallaðir skeytmiðlarar hér á landi, en skeytamiðlarar eru i raun gömlu pósthúsin sem flokkuðu póst áður en hann var áframsendur til viðtakenda. Í dag gerist þetta allt saman rafrænt og á örskotsstundu. Nútíma upplýsingakerfi taka á móti slíkum rafrænum reikningum og færa þá inn í fjárhagskerfin - afrit af reikningum fylgja svo færslunni sjálfkrafa og það er auðvelt að skoða og samþykkja rafrænt, hvar sem er. Allur pappír er því horfinn og mannlegar villur og handavinna minnka töluvert. Hver er staðan á rafrænum reikningum? Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda sendra reikninga á milli fyrirtækja á Íslandi. Í ársskýrslu Póstsins kemur fram að samdráttur í bréfasendingum er 22% á milli ára. Það eru þó ekki eingöngu bréf á milli fyrirtækja. Ég hef reynt að grafast fyrir um fjölda sendra reikninga á Íslandi á milli fyrirtækja og þær skoðanir hafa sýnt að það megi áætla að fjöldinn sé á bilinu 23 - 27 miljónir útgefnir reikningar á ári. Eftir samtal við skeytamiðlara gefa tölur til kynna að um 50% þeirra séu sendir rafrænt í gegnum skeytamiðlara, 30 til 40% séu sendir sem PDF sem ekki er rafrænt, og afgangurinn sendur með gömlu aðferðinni, sem oft er kallaður sniglapóstur, og gefur nafngift sú vel til kynna hversu hægt sá póstur berst miðað við rafrænar sendingar með nútíma skeytamiðlurum. Aukning á milli ára hefur verið 80-100% Síðustu ár hefur aukning í rafrænum reikningum verið 80-100%. Tel ég jafnvel að frekari vöxtur verði á þessu nú árið 2022 og að hann haldist næstu 3-5 árin. Ef þessar getgátur ganga eftir má leiða líkum að því að rafrænir reikningar taki yfir innan 3-5 ára. Þetta eru gríðarlegar breytingar á mjög skömmum tíma en það eru ekki mörg ár síðan almennur skilningur og þekking varð til staðar á rafrænum reikningum. Auknar kröfur til upplýsingakerfa nútímans Til þess að það gengi eftir þurfa nútíma upplýsingakerfi að fylgja eftir þróuninni. Þau kerfi sem ekki uppfylla þessar kröfur sitja einfaldlega eftir. Fyrirtækin koma til með að gera kröfur um að uppgjör gerist mun hraðar en áður og bið eftir að pappírseintök af reikningum berist verður ekki liðin. Í raun eiga fyrirtækin að sjá stöðuna á hverjum degi. Ekki er ásættanlegt að bíða í vikur eða mánuði með að sjá raunstöðu á fyrirtækjunum. Tel ég að fyrirtækin sem tileinka sér þetta muni einfaldlega gera kröfu um að taka eingöngu á móti rafrænum reikningum í nánustu framtíð. Í dag er auðvelt fyrir alla að senda frá sér rafrænt og er kostnaður því samfara ekki flöskuháls lengur. Skeytamiðlarar bjóða upp á aðgengi fyrir minni aðila til að senda rafræna reikninga nánast án endurgjalds. Erlendir reikningar – staðan Við Íslendingar erum þekkt fyrir að taka hlutina með áhlaupi og vinna hratt og vel þegar við loksins sjáum ljósið. Slíkt á ekki við um allar þjóðir, en það er ljóst að þjóðirnar í kringum okkur hafa verið að nýta sér lausnir sem hafa verið sérsniðnar að einstökum löndum. Vandamálið við slíkar lausnir eru þær að erfitt er að senda rafræna reikninga á milli landa því staðlar hafa ekki verið til staðar. Nú er svo komið að kominn er samevrópskur staðall sem á að tryggja að hægt sé að senda rafræna reikninga á milli landa í sama staðlaða forminu. Löndin eru komin mislangt í þessu samhengi og eru Norðurlöndin þar fremst í flokki á meðan, t.d. Þýskaland, er langt á eftir í þessum efnum. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þær breytingar sem eiga sér nú stað í rafrænni skeytamiðlun eru gott dæmi um það sem gerist þegar ný tækni umbyltir öllu og hlutir gerast mun hraðar en nokkurn gat órað fyrir. Í dag eru þrír íslenskir aðilar svokallaðir skeytmiðlarar hér á landi, en skeytamiðlarar eru i raun gömlu pósthúsin sem flokkuðu póst áður en hann var áframsendur til viðtakenda. Í dag gerist þetta allt saman rafrænt og á örskotsstundu. Nútíma upplýsingakerfi taka á móti slíkum rafrænum reikningum og færa þá inn í fjárhagskerfin - afrit af reikningum fylgja svo færslunni sjálfkrafa og það er auðvelt að skoða og samþykkja rafrænt, hvar sem er. Allur pappír er því horfinn og mannlegar villur og handavinna minnka töluvert. Hver er staðan á rafrænum reikningum? Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda sendra reikninga á milli fyrirtækja á Íslandi. Í ársskýrslu Póstsins kemur fram að samdráttur í bréfasendingum er 22% á milli ára. Það eru þó ekki eingöngu bréf á milli fyrirtækja. Ég hef reynt að grafast fyrir um fjölda sendra reikninga á Íslandi á milli fyrirtækja og þær skoðanir hafa sýnt að það megi áætla að fjöldinn sé á bilinu 23 - 27 miljónir útgefnir reikningar á ári. Eftir samtal við skeytamiðlara gefa tölur til kynna að um 50% þeirra séu sendir rafrænt í gegnum skeytamiðlara, 30 til 40% séu sendir sem PDF sem ekki er rafrænt, og afgangurinn sendur með gömlu aðferðinni, sem oft er kallaður sniglapóstur, og gefur nafngift sú vel til kynna hversu hægt sá póstur berst miðað við rafrænar sendingar með nútíma skeytamiðlurum. Aukning á milli ára hefur verið 80-100% Síðustu ár hefur aukning í rafrænum reikningum verið 80-100%. Tel ég jafnvel að frekari vöxtur verði á þessu nú árið 2022 og að hann haldist næstu 3-5 árin. Ef þessar getgátur ganga eftir má leiða líkum að því að rafrænir reikningar taki yfir innan 3-5 ára. Þetta eru gríðarlegar breytingar á mjög skömmum tíma en það eru ekki mörg ár síðan almennur skilningur og þekking varð til staðar á rafrænum reikningum. Auknar kröfur til upplýsingakerfa nútímans Til þess að það gengi eftir þurfa nútíma upplýsingakerfi að fylgja eftir þróuninni. Þau kerfi sem ekki uppfylla þessar kröfur sitja einfaldlega eftir. Fyrirtækin koma til með að gera kröfur um að uppgjör gerist mun hraðar en áður og bið eftir að pappírseintök af reikningum berist verður ekki liðin. Í raun eiga fyrirtækin að sjá stöðuna á hverjum degi. Ekki er ásættanlegt að bíða í vikur eða mánuði með að sjá raunstöðu á fyrirtækjunum. Tel ég að fyrirtækin sem tileinka sér þetta muni einfaldlega gera kröfu um að taka eingöngu á móti rafrænum reikningum í nánustu framtíð. Í dag er auðvelt fyrir alla að senda frá sér rafrænt og er kostnaður því samfara ekki flöskuháls lengur. Skeytamiðlarar bjóða upp á aðgengi fyrir minni aðila til að senda rafræna reikninga nánast án endurgjalds. Erlendir reikningar – staðan Við Íslendingar erum þekkt fyrir að taka hlutina með áhlaupi og vinna hratt og vel þegar við loksins sjáum ljósið. Slíkt á ekki við um allar þjóðir, en það er ljóst að þjóðirnar í kringum okkur hafa verið að nýta sér lausnir sem hafa verið sérsniðnar að einstökum löndum. Vandamálið við slíkar lausnir eru þær að erfitt er að senda rafræna reikninga á milli landa því staðlar hafa ekki verið til staðar. Nú er svo komið að kominn er samevrópskur staðall sem á að tryggja að hægt sé að senda rafræna reikninga á milli landa í sama staðlaða forminu. Löndin eru komin mislangt í þessu samhengi og eru Norðurlöndin þar fremst í flokki á meðan, t.d. Þýskaland, er langt á eftir í þessum efnum. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun