Meirihluti getur vel hugsað sér fjarvinnu eftir faraldurinn Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 21:23 Salahverfi í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vafalítið að inni í þessum húsum hafi leynst Kópavogsbúar í heimavinnu. En verða þeir í sömu sporum eftir ár? Vísir/Vilhelm Tæp 40% Íslendinga hafa áhuga á að vinna að hluta til áfram í fjarvinnu eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Atvinnurekendur gætu séð sér hag í að senda fólk heim frekar en að borga fyrir atvinnuhúsnæði. Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00