Hálfdapurleg viðtöl úr fyrri hálfleik í Laugardalshöll Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 22:53 Opið er í bólusetningu frá tíu til þrjú í Laugardalshöll á daginn og síðasti hálftíminn var því helgaður leik Íslendinga gegn Króötum í Búdapest í dag. Það ríkti bjartsýni enda leit þetta ansi vel út framan af. En skjótt skipast veður í lofti. Vísir/Vilhelm Bjartsýnin réð ríkjum þegar nokkur fjöldi fólks var bólusettur yfir leik landsliðsins gegn Króötum í dag. Enda lokaði í bólusetningunni í hálfleik. „Það er ekki nóg að vera bara best í handbolta, við þurfum líka að vera best í bólusetningum,“ sagði fréttamaður kokhraustur þegar staðan var 11-8. Hún breyttist eðli máls samkvæmt og svo mjög til hins verra er töluvert var liðið á leikinn. Um 100.000 eru fullbólusettir á Íslandi en ekki komnir með örvunarbólusetningu. Um það bil 800 mættu í dag og bættu úr því, auðvitað á heimavelli íslenska landsliðsins í Laugardalshöll. Þeir fylgdust með leiknum á meðan: „Það var ein hérna sem vildi endilega fá að horfa á leikinn og við vorum mjög til í að hafa þetta með. Gott að dreifa huganum frá sprautunum,“ sagði Jón Heiðar Sigurðsson starfsmaður á svæðinu. Gunnlaugur Bragi Björnsson var ekki alveg á því að það væri róandi að horfa á leikinn í bólusetningu, en það eru bjartar hliðar. „Það var ekki DJ þegar við Janssen fólkið komum á sínum tíma. Þannig að þetta er kannski smá uppreist æru fyrir okkur,“ sagði Gunnlaugur. Særun Samúelsdóttir sagði róa taugarnar að fylgjast með leiknum, alltént á meðan staðan væri 10-5. Það átti eftir að breytast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það er ekki nóg að vera bara best í handbolta, við þurfum líka að vera best í bólusetningum,“ sagði fréttamaður kokhraustur þegar staðan var 11-8. Hún breyttist eðli máls samkvæmt og svo mjög til hins verra er töluvert var liðið á leikinn. Um 100.000 eru fullbólusettir á Íslandi en ekki komnir með örvunarbólusetningu. Um það bil 800 mættu í dag og bættu úr því, auðvitað á heimavelli íslenska landsliðsins í Laugardalshöll. Þeir fylgdust með leiknum á meðan: „Það var ein hérna sem vildi endilega fá að horfa á leikinn og við vorum mjög til í að hafa þetta með. Gott að dreifa huganum frá sprautunum,“ sagði Jón Heiðar Sigurðsson starfsmaður á svæðinu. Gunnlaugur Bragi Björnsson var ekki alveg á því að það væri róandi að horfa á leikinn í bólusetningu, en það eru bjartar hliðar. „Það var ekki DJ þegar við Janssen fólkið komum á sínum tíma. Þannig að þetta er kannski smá uppreist æru fyrir okkur,“ sagði Gunnlaugur. Særun Samúelsdóttir sagði róa taugarnar að fylgjast með leiknum, alltént á meðan staðan væri 10-5. Það átti eftir að breytast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira