Vill áfram leiða lista Pírata í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 14:32 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, sækist eftir að áfram leiða lista Pírata í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí. Í tilkynningu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi átt mjög árangursríkt kjörtímabil þrátt fyrir að vera í minnihluta og hafi flokkurinn komið ýmsum góðum málum í verk. „Í öllum mínum störfum hef ég lagt áherslu á aukið íbúasamráð, gegnsæi, hugað að áhrifum á loftslagið í allri ákvarðanatöku og staðið vörð um mannréttindi og persónuvernd. Fyrir tilstuðlan Pírata í Kópavogi hefur bæjarstjórn meðal annars innleitt reglur um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa, hafið að birta fylgigögn með fundargerðum, bætt aðgengi að ókyngreindum búningsklefum í sundlaugunum og samþykkt að kolefnisjafna allar ferðir starfsfólks bæjarins á vinnutíma. Undanfarin fjögur ár hafa verið mjög lærdómsrík. Ég þrífst í krefjandi verkefnum og nýt þess að leysa fjölbreyttar áskoranir og hef ég því getað nýtt bæjarfulltrúastarfið til að skila árangri fyrir íbúa. Nú býð ég fram krafta mína til þess að halda áfram okkar góðu vegferð. Ég tel það vera mjög raunhæfan möguleika að Píratar komi að myndun meirihluta í Kópavogi á næsta kjörtímabili þar sem við munum hafa enn meiri áhrif. Stærstu áskoranir komandi ára eru loftslagsmálin og þar spila skipulag og samgöngur stóran sess. Ég hef mikinn metnað fyrir því að Kópavogur verði leiðandi í málaflokknum og ég tel Pírata hafa á að skipa bestu hugmyndafræðinni til þess að koma okkur þangað,“ segir í tilkynningunni. Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Í tilkynningu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi átt mjög árangursríkt kjörtímabil þrátt fyrir að vera í minnihluta og hafi flokkurinn komið ýmsum góðum málum í verk. „Í öllum mínum störfum hef ég lagt áherslu á aukið íbúasamráð, gegnsæi, hugað að áhrifum á loftslagið í allri ákvarðanatöku og staðið vörð um mannréttindi og persónuvernd. Fyrir tilstuðlan Pírata í Kópavogi hefur bæjarstjórn meðal annars innleitt reglur um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa, hafið að birta fylgigögn með fundargerðum, bætt aðgengi að ókyngreindum búningsklefum í sundlaugunum og samþykkt að kolefnisjafna allar ferðir starfsfólks bæjarins á vinnutíma. Undanfarin fjögur ár hafa verið mjög lærdómsrík. Ég þrífst í krefjandi verkefnum og nýt þess að leysa fjölbreyttar áskoranir og hef ég því getað nýtt bæjarfulltrúastarfið til að skila árangri fyrir íbúa. Nú býð ég fram krafta mína til þess að halda áfram okkar góðu vegferð. Ég tel það vera mjög raunhæfan möguleika að Píratar komi að myndun meirihluta í Kópavogi á næsta kjörtímabili þar sem við munum hafa enn meiri áhrif. Stærstu áskoranir komandi ára eru loftslagsmálin og þar spila skipulag og samgöngur stóran sess. Ég hef mikinn metnað fyrir því að Kópavogur verði leiðandi í málaflokknum og ég tel Pírata hafa á að skipa bestu hugmyndafræðinni til þess að koma okkur þangað,“ segir í tilkynningunni.
Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira