Fimm „vel hæfir“ umsækjendur verið teknir í viðtöl í ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 07:25 Alls sóttu fjórtán um stöðu embættis forstjóra Landspítala þegar staðan var auglýst laus til umsóknar í haust. Vísir/Vilhelm Fimm umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala, sem taldir eru „vel hæfir“ af hæfnisnefnd, hafa verið teknir í viðtöl í heilbrigðisráðuneytinu. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ráðningarferlinu er ekki lokið. Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27
Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42