Ekkert ferðaveður fram á kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 07:34 Vindaspáin á hádegi í dag. Veðurstofan Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið. Veður Samgöngur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið.
Veður Samgöngur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira