Ekkert ferðaveður fram á kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 07:34 Vindaspáin á hádegi í dag. Veðurstofan Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið. Veður Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið.
Veður Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira