Bergwijn kom Tottenham til bjargar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 21:55 Steven Bergwijn reyndist hetja Tottenham í kvöld. Tottenham Hotspur Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú. Leicester tók á móti Tottenham í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Erfitt var að rýna í við hverju mátti búast enda bæði lið verið upp og niður að undanförnu. Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu betur og átti Harry Kane til að mynda skalla í slá sem og það var bjargað á línu frá honum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Patson Daka skóflaði knettinum í netið úr þröngu færi. Harry Kane jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til hálfleiks. Hann lék á hvern leikmann Leicester á fætur öðrum áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan var markalaus framan af síðari hálfleik en á 76. mínútu kom James Maddison heimamönnum yfir á nýjan leik. Hann skoraði þá eftir undirbúning Harvey Barnes sem hafi aðeins verið inn á vellinum í rétt rúma mínútu. Í kjölfarið kom Bergwijn inn á hjá Tottenham og sá átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar komnar voru fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann metin eftir undirbúning Matt Doherty og 79 sekúndum síðar tryggði Bergwijn gestunum sigurinn þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Kane. Before you ask...NOBODY Triple Captained Steven Bergwijn! #FPL #LEITOT pic.twitter.com/dzLrmf9rUT— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) January 19, 2022 Lokatölur 3-2 Tottenham í vil eftir hreint ótrúlegar lokamínútur. Tottenham fer upp í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki. Leicester er á sama tíma í 10. sæti með 25 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Leicester tók á móti Tottenham í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Erfitt var að rýna í við hverju mátti búast enda bæði lið verið upp og niður að undanförnu. Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu betur og átti Harry Kane til að mynda skalla í slá sem og það var bjargað á línu frá honum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Patson Daka skóflaði knettinum í netið úr þröngu færi. Harry Kane jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til hálfleiks. Hann lék á hvern leikmann Leicester á fætur öðrum áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan var markalaus framan af síðari hálfleik en á 76. mínútu kom James Maddison heimamönnum yfir á nýjan leik. Hann skoraði þá eftir undirbúning Harvey Barnes sem hafi aðeins verið inn á vellinum í rétt rúma mínútu. Í kjölfarið kom Bergwijn inn á hjá Tottenham og sá átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar komnar voru fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann metin eftir undirbúning Matt Doherty og 79 sekúndum síðar tryggði Bergwijn gestunum sigurinn þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Kane. Before you ask...NOBODY Triple Captained Steven Bergwijn! #FPL #LEITOT pic.twitter.com/dzLrmf9rUT— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) January 19, 2022 Lokatölur 3-2 Tottenham í vil eftir hreint ótrúlegar lokamínútur. Tottenham fer upp í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki. Leicester er á sama tíma í 10. sæti með 25 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira