Um raforkusölu til neytenda Hinrik Örn Bjarnason skrifar 19. janúar 2022 17:31 N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Neytendur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar