Birti eina af síðustu myndunum af Betty White sem hefði orðið hundrað ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2022 08:01 Hér má sjá myndina sem aðstoðarkona White birti á Facebook í fyrradag, í tilefni þess að White hefði fagnað hundrað ára afmæli sínu. Facebook/Betty White Aðstoðarkona Betty White heitinnar, bandarísku leikkonunnar sem lést síðastliðinn gamlársdag, birti í fyrradag mynd sem hún sagði vera meðal þeirra síðustu sem teknar voru af leikkonunni. Myndina birti hún í tilefni þess að White hefði fagnað hundrað ára afmæli í gær. „Halló allir! Þetta er Kiersten, aðstoðarkona Betty. Á þessum sérstaka degi langaði mig til þess að deila þessari mynd af Betty. Hún var tekin 20. desember 2021. Ég held að þetta sé ein af síðustu myndum sem tekin var af henni. Hún var geislandi, falleg og hamingjusöm að vanda. Þakkir til ykkar allra sem gerið fallega hluti í dag og alla daga, til þess að gera heiminn að betri stað.“ Svona hljóðaði færsla sem birtist á opinberum Facebook-reikningi leikkonunnar sálugu, sem var ein sú allra vinsælasta í Hollywood. Í kjölfar andláts White flykktist samstarfsfólk hennar úr kvikmyndum og margir fleiri á samfélagsmiðla til að minnast hennar. Sagði skopskynið lykilinn að langlífi og hamingju White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi. Hollywood Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
„Halló allir! Þetta er Kiersten, aðstoðarkona Betty. Á þessum sérstaka degi langaði mig til þess að deila þessari mynd af Betty. Hún var tekin 20. desember 2021. Ég held að þetta sé ein af síðustu myndum sem tekin var af henni. Hún var geislandi, falleg og hamingjusöm að vanda. Þakkir til ykkar allra sem gerið fallega hluti í dag og alla daga, til þess að gera heiminn að betri stað.“ Svona hljóðaði færsla sem birtist á opinberum Facebook-reikningi leikkonunnar sálugu, sem var ein sú allra vinsælasta í Hollywood. Í kjölfar andláts White flykktist samstarfsfólk hennar úr kvikmyndum og margir fleiri á samfélagsmiðla til að minnast hennar. Sagði skopskynið lykilinn að langlífi og hamingju White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi.
Hollywood Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira