Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 14:53 Icelandair fékk nýverið leyfi til að fljúga 170 flugferðir á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Vísir/Vilhelm Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29