Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 14:53 Icelandair fékk nýverið leyfi til að fljúga 170 flugferðir á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Vísir/Vilhelm Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29