Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 17:23 Héraðssaksóknari vildi ekki veita frekari upplýsingar um stöðu málsins að svo stöddu. vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum. Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum.
Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44