Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2022 07:01 Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár. Vísir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. Um er að ræða félögin BHG sem stofnað var árið 2016, Sogið veitingar stofnað 2018 og Jupiter gisting stofnað sama ár. Sem framkvæmdastjóri og varastjórnarmaður BHG ehf. er Sverrir Einar ákærður fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félagsina á lögmæltum tíma, virðisaukanum sjálfum, ekki skilað staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum vegna þeirra. Samanlögð upphæð í tilfelli BHG ehf. nemur um fjórtán milljónum króna en auk þess er Sverrir Einar ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu BHG ehf. ávinnings og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. Alls 32 milljónir króna Sverrir Einar rak um tíma veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi í félaginu Sogið veitingar ehf. Hann er ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Sogsins veitinga ehf. með því að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum félagsins. Upphæðin nam 9,3 milljónum króna en hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti í þessum lið. Að lokum sætir hann ákæru fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Jupiter gisting ehf. ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum árin 2018 og 2019. Heildarupphæðin nam rúmum 8,7 milljónum króna. Félagið varð gjaldþrota árið 2019 en í frétt Fréttablaðsins kom fram að Jupiter gisting ehf. hefði um tíma tengst rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Er Sverrir Einar einnig ákærður fyrir peningaþvætti í þessum lið. Komið víða við Það komast fáir með tærnar þar sem Sverrir Einar hefur hælana hvað fjölbreytni í rekstri varðar. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað viðskipti með demanta, opnað smálánafyrirtæki og boðið upp á 95 prósent fasteignalán. Þá hefur hann rekið gistiheimili, starfsmannaleigu, veitingastað en fyrrnefndur Þrastalundur í Grímsnesi komst endurtekið í fréttirnar, meðal annars fyrir bröns sem áhrifavaldar voru fastagestir í, fyrir verðlag á vatnsflöskumog núðlum auk áfengissölu í versluninni. Það var svo síðastliðið sumar sem Sverrir Einar opnaði Nýju vínbúðina en um er að ræða breska vefverslun sem þjónar íslenskum markaði. Faðir Sverris, Eiríkur Rúnar Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri á Omega, fékk tíu mánaða dóm á síðasta ári fyrir skattsvik. Uppfært klukkan 18:50: Fréttastofu hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri Einari vegna umfjöllunar um málið: Reykjavík, 18. janúar 2022 Yfirlýsing frá Sverri Einar Eiríkssyni Héraðssaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur mér fyrir skattalagabrot vegna þriggja félaga, þar sem ég var ábyrgðarmaður. Fjölmiðlar hafa ákæruna undir höndum og hafa, eðli málsins samkvæmt, fjallað um málið í dag. Ég hef í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér á landi og í Bretlandi. Þá hef ég komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, starfsmannaleigu og fleira. Flest hefur gengið vel en vissulega hefur ekki allur rekstur gengið upp með þeim hætti sem lagt var upp með í byrjun, og er það miður. Þau félög sem um ræðir héldu utan um starfsemi á sviði veitingareksturs. Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki sem upp, þrátt fyrir að ég legði mig allan fram þá varð ég að játa mig sigraðan að lokum. Því fór sem fór með þau félög. Efnahagsbrot Dómsmál Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 26,4 milljóna króna gjaldþrot á einu ári Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. 18. október 2019 06:00 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
Um er að ræða félögin BHG sem stofnað var árið 2016, Sogið veitingar stofnað 2018 og Jupiter gisting stofnað sama ár. Sem framkvæmdastjóri og varastjórnarmaður BHG ehf. er Sverrir Einar ákærður fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félagsina á lögmæltum tíma, virðisaukanum sjálfum, ekki skilað staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum vegna þeirra. Samanlögð upphæð í tilfelli BHG ehf. nemur um fjórtán milljónum króna en auk þess er Sverrir Einar ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu BHG ehf. ávinnings og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. Alls 32 milljónir króna Sverrir Einar rak um tíma veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi í félaginu Sogið veitingar ehf. Hann er ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Sogsins veitinga ehf. með því að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum félagsins. Upphæðin nam 9,3 milljónum króna en hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti í þessum lið. Að lokum sætir hann ákæru fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Jupiter gisting ehf. ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum árin 2018 og 2019. Heildarupphæðin nam rúmum 8,7 milljónum króna. Félagið varð gjaldþrota árið 2019 en í frétt Fréttablaðsins kom fram að Jupiter gisting ehf. hefði um tíma tengst rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Er Sverrir Einar einnig ákærður fyrir peningaþvætti í þessum lið. Komið víða við Það komast fáir með tærnar þar sem Sverrir Einar hefur hælana hvað fjölbreytni í rekstri varðar. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað viðskipti með demanta, opnað smálánafyrirtæki og boðið upp á 95 prósent fasteignalán. Þá hefur hann rekið gistiheimili, starfsmannaleigu, veitingastað en fyrrnefndur Þrastalundur í Grímsnesi komst endurtekið í fréttirnar, meðal annars fyrir bröns sem áhrifavaldar voru fastagestir í, fyrir verðlag á vatnsflöskumog núðlum auk áfengissölu í versluninni. Það var svo síðastliðið sumar sem Sverrir Einar opnaði Nýju vínbúðina en um er að ræða breska vefverslun sem þjónar íslenskum markaði. Faðir Sverris, Eiríkur Rúnar Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri á Omega, fékk tíu mánaða dóm á síðasta ári fyrir skattsvik. Uppfært klukkan 18:50: Fréttastofu hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri Einari vegna umfjöllunar um málið: Reykjavík, 18. janúar 2022 Yfirlýsing frá Sverri Einar Eiríkssyni Héraðssaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur mér fyrir skattalagabrot vegna þriggja félaga, þar sem ég var ábyrgðarmaður. Fjölmiðlar hafa ákæruna undir höndum og hafa, eðli málsins samkvæmt, fjallað um málið í dag. Ég hef í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér á landi og í Bretlandi. Þá hef ég komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, starfsmannaleigu og fleira. Flest hefur gengið vel en vissulega hefur ekki allur rekstur gengið upp með þeim hætti sem lagt var upp með í byrjun, og er það miður. Þau félög sem um ræðir héldu utan um starfsemi á sviði veitingareksturs. Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki sem upp, þrátt fyrir að ég legði mig allan fram þá varð ég að játa mig sigraðan að lokum. Því fór sem fór með þau félög.
Reykjavík, 18. janúar 2022 Yfirlýsing frá Sverri Einar Eiríkssyni Héraðssaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur mér fyrir skattalagabrot vegna þriggja félaga, þar sem ég var ábyrgðarmaður. Fjölmiðlar hafa ákæruna undir höndum og hafa, eðli málsins samkvæmt, fjallað um málið í dag. Ég hef í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér á landi og í Bretlandi. Þá hef ég komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, starfsmannaleigu og fleira. Flest hefur gengið vel en vissulega hefur ekki allur rekstur gengið upp með þeim hætti sem lagt var upp með í byrjun, og er það miður. Þau félög sem um ræðir héldu utan um starfsemi á sviði veitingareksturs. Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki sem upp, þrátt fyrir að ég legði mig allan fram þá varð ég að játa mig sigraðan að lokum. Því fór sem fór með þau félög.
Efnahagsbrot Dómsmál Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 26,4 milljóna króna gjaldþrot á einu ári Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. 18. október 2019 06:00 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
26,4 milljóna króna gjaldþrot á einu ári Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. 18. október 2019 06:00
Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00
Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38
Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37