Ellen stefnir á 4. sætið hjá Samfylkingunni í borginni Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 07:33 Ellen Calmon tók sæti í borgarstjórn sumarið 2020. Aðsend Borgarfulltrúinn Ellen Calmon sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram rafrænt dagana 12. og 13. febrúar næstkomandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira