Rétta ríkisfjármálastefnan Ólafur Margeirsson skrifar 17. janúar 2022 07:31 Nú þegar hert hefur verið á ráðstöfunum sem er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur ríkisstjórnin bætt í efnahagsstuðninginn. Það má gera ráð fyrir að umræðan um ríkisfjármál aukist aftur í kjölfarið og raunar hefur BSRB þegar sett niður sína rauðu línu. Því er rétt að minnast þess hver markmið ríkisfjármála eiga að vera. Rétta ríkisfjármálastefnan, í tilfelli ríkissjóðs sem gefur út eigin gjaldmiðil, líkt og í tilviki Íslands, ýtir undir framleiðni hagkerfisins, minnkar skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt, tryggir sjálfbærni náttúruauðlinda, stuðlar að háu atvinnustigi og, síðast en ekki síst, hegðar ríkisfjármálum á þann veg að þau hækki ekki verðlag. Ranga ríkisfjármálastefnan er að hafa áhyggjur af skuldum ríkissjóðs í myntinni sem hann gefur út. Raunveruleiki framkvæmdar ríkisfjármála Munum eftirfarandi: þegar ríkissjóður innir af hendi greiðslu til einstaklings eða fyrirtækis eykst peningamagn í umferð þegar einstaklingur eða fyrirtæki greiðir skatta til ríkissjóðs minnkar peningamagn í umferð allir peningar sem notaðir eru til að greiða skatta til ríkissjóðs eða kaupa nýútgefin ríkisskuldabréf koma upprunalega frá Seðlabanka Íslands. Það er rangt að skattgreiðsla eða útgáfa ríkisskuldabréfs, sem minnka peningamagn í umferð, sé eini fyrirrennari útgjalda ríkissjóðs. Sé peningamagn í fjármálakerfinu ónægt til að ríkissjóður geti fjármagnað lögbundin - þ.e. samþykkt af Alþingi - útgjöld sín mun Seðlabanki Íslands sjá til þess að umrætt peningamagn aukist svo ríkissjóður geti mætt þeim lögbundnu greiðslum sem Alþingi hefur skyldað hann til. Geri Seðlabankinn það ekki mun fjármálalegur óstöðugleiki aukast mjög og vaxtastig hækka umfram þau mörk sem Seðlabankinn sjálfur hefur ákveðið að séu hin réttu til að ná eigin markmiðum um lága verðbólgu og fjármálalegan stöðugleika. Það er því beinlínis gegn markmiðum Seðlabankans sjái hann ekki til þess að nægilegt peningamagn sé í fjármálakerfinu til að ríkissjóður geti greitt sínar lögbundnu greiðslur. Með öðrum orðum leiðir Alþingi ferlið og ákveður hver útgjöld og skattheimta ríkissjóðs skuli vera lögum samkvæmt (löggjafarvaldið), ríkissjóður (framkvæmdavaldið) og Seðlabankinn koma því næst slíkum lögbundnum greiðslum í framkvæmd. Þetta gildir þótt Seðlabankinn sé fullkomlega, og réttilega, sjálfstæður þegar kemur að ákvörðunum um vaxtastig í hagkerfinu í samræmi við markmið Seðlabankans um að halda verðbólgu í skefjum. Fjármál ríkissjóðs eru því ekki eins og fjármál heimilis eða fyrirtækis: þegar heimili borgar fyrir vöru eða þjónustu eða þegar fyrirtæki borgar laun gerist ekkert fyrir peningamagn í umferð, annað en það hreyfist til. En þegar ríkissjóður greiðir t.d. laun lækna eða kennara eykst peningamagn í umferð. Þá eru útgjöld ríkissjóðs ákveðin af Alþingi og innt af hendi í gjaldmiðli sem Seðlabanki Íslands sér til að sé nægilega mikið til af. Síðast en ekki síst: háar skuldir í íslenskri krónu geta bugað heimili eða fyrirtæki, en það mun aldrei gerast í tilfelli ríkissjóðs Íslands. Hví ætti ríkissjóður að enda í greiðsluvandræðum þegar hann eykur peningamagn í umferð í hvert skipti sem hann greiðir fyrir eitthvað? Hin raunverulegu takmörk: verðbólga Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs varða ekki greiðslugetu hans í íslenskri krónu eða hættuna á gjaldþroti ríkissjóðs. Það má aldrei gleyma því að fjármál ríkissjóðs eru ekki eins og fjármál heimilis. Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs eru tengd verðlagi. Þótt ríkissjóður hafi greiðslugetu til að kaupa það sem hann vill fyrir hvaða verð sem er, svo lengi sem verðið er rukkað í íslenskri krónu, er augljóst að það er ekki þar með sagt að hann eigi að gera það. Svall í fjármálum ríkissjóðs leiðir óhjákvæmilega til verðbólgu ef hagkerfið er ekki í stakk búið til að mæta þeirri eftirspurn sem halli á fjármálum ríkissjóðs býr til. Hvernig þróa ríkisfjármál hagkerfið – og samfélagið? Áhrif ríkisfjármála á hagkerfið eru gífurleg! Útgjöld ríkissjóðs halda uppi og auka menntun á Íslandi, viðhalda heilbrigði og bæta samgöngur svo nokkur dæmi séu nefnd. Þau minnka atvinnuleysi, draga úr fátækt og stuðla að öryggi, svo nokkur önnur séu nefnd. Framleiðslugeta hagkerfisins og vöxtur hennar er studd af og að hluta útgjöldum ríkissjóðs að þakka: fyrirtæki njóta öll góðs af góðum samgöngum, öryggi og vel menntuðu vinnuafli, sem dæmi. Skattar eru hin hliðin á fjármálum ríkissjóðs. Margir þeirra, t.d. virðisaukaskattur, hækka verðlag. Þeir draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta og auka eigin framleiðslugetu sem og hagkerfisins. Þeir draga úr hvata fólks til að vinna, auka tekjur sínar og hafa í sig og á. Þeir geta aukið eftirspurn eftir einni vöru á kostnað annarrar. Markmið ríkisfjármálastefnunnar – og val kjósenda Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá efnahagslegu sjónarmiði einu, er sú sem blandar saman þeim útgjöldum og sköttum sem ýta undir framleiðni hagkerfisins. Stöðugt verðlag, og ekki skuldastaða ríkissjóðs í íslenskri krónu, á samtímis að vera eitt af efnahagsmarkmiðum ríkisfjármála. Þetta er t.d. gert með stuðningi við rannsóknir og vöruþróun háskóla og fyrirtækja, með fjárfestingum í samgöngukerfum og sí- og endurmenntun vinnuafls. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá samfélagslegu sjónarmiði einu, er sú sem viðheldur atvinnustigi og heldur fátækt í skefjum. Hún stuðlar einnig að samfélagslegum friði, t.d. með því að vinna að vilja kjósenda um jöfnuð. Þetta er t.d. gert með stighækkandi sköttum, atvinnuframboðstryggingu og lágmarks framfærslu fólks sem getur ekki séð fyrir sér sjálft. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá umhverfislegu sjónarmiði einu, er sú sem ýtir undir sjálfbærni hagkerfisins. Auðlindir sem eru notaðar í dag verða ekki notaðar á morgun. Ekkert hagkerfi getur staðið undir sjálfu sér og tryggt íbúum þess ótímabundna velsæld hafi það ekki auðlindir sem það getur notað til langs tíma. Fólk setur mismunandi vægi á þessi efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu markmið, sem geta hæglega stangast á. Þá eru stundum margar leiðir að sama markmiði. Lágir skattar geta haft svipuð áhrif og aukin útgjöld og sumtíðis er betra að einkageirinn eða opinberi geirinn geri það sem hinn geirinn gerir í dag – eða þeir vinni saman að sama markmiðinu. Það er pólitískt val, sem hefur efnahagslegar afleiðingar, hvaða leið er valin til að ná markmiðum fjármála ríkissjóðs. Við megum þó aldrei, óháð pólitískum sjónarmiðum um réttu leiðina að réttu markmiðunum, raska athygli okkar með órökréttum áhyggjum um skuldir ríkissjóðs í íslenskri krónu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Margeirsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hert hefur verið á ráðstöfunum sem er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur ríkisstjórnin bætt í efnahagsstuðninginn. Það má gera ráð fyrir að umræðan um ríkisfjármál aukist aftur í kjölfarið og raunar hefur BSRB þegar sett niður sína rauðu línu. Því er rétt að minnast þess hver markmið ríkisfjármála eiga að vera. Rétta ríkisfjármálastefnan, í tilfelli ríkissjóðs sem gefur út eigin gjaldmiðil, líkt og í tilviki Íslands, ýtir undir framleiðni hagkerfisins, minnkar skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt, tryggir sjálfbærni náttúruauðlinda, stuðlar að háu atvinnustigi og, síðast en ekki síst, hegðar ríkisfjármálum á þann veg að þau hækki ekki verðlag. Ranga ríkisfjármálastefnan er að hafa áhyggjur af skuldum ríkissjóðs í myntinni sem hann gefur út. Raunveruleiki framkvæmdar ríkisfjármála Munum eftirfarandi: þegar ríkissjóður innir af hendi greiðslu til einstaklings eða fyrirtækis eykst peningamagn í umferð þegar einstaklingur eða fyrirtæki greiðir skatta til ríkissjóðs minnkar peningamagn í umferð allir peningar sem notaðir eru til að greiða skatta til ríkissjóðs eða kaupa nýútgefin ríkisskuldabréf koma upprunalega frá Seðlabanka Íslands. Það er rangt að skattgreiðsla eða útgáfa ríkisskuldabréfs, sem minnka peningamagn í umferð, sé eini fyrirrennari útgjalda ríkissjóðs. Sé peningamagn í fjármálakerfinu ónægt til að ríkissjóður geti fjármagnað lögbundin - þ.e. samþykkt af Alþingi - útgjöld sín mun Seðlabanki Íslands sjá til þess að umrætt peningamagn aukist svo ríkissjóður geti mætt þeim lögbundnu greiðslum sem Alþingi hefur skyldað hann til. Geri Seðlabankinn það ekki mun fjármálalegur óstöðugleiki aukast mjög og vaxtastig hækka umfram þau mörk sem Seðlabankinn sjálfur hefur ákveðið að séu hin réttu til að ná eigin markmiðum um lága verðbólgu og fjármálalegan stöðugleika. Það er því beinlínis gegn markmiðum Seðlabankans sjái hann ekki til þess að nægilegt peningamagn sé í fjármálakerfinu til að ríkissjóður geti greitt sínar lögbundnu greiðslur. Með öðrum orðum leiðir Alþingi ferlið og ákveður hver útgjöld og skattheimta ríkissjóðs skuli vera lögum samkvæmt (löggjafarvaldið), ríkissjóður (framkvæmdavaldið) og Seðlabankinn koma því næst slíkum lögbundnum greiðslum í framkvæmd. Þetta gildir þótt Seðlabankinn sé fullkomlega, og réttilega, sjálfstæður þegar kemur að ákvörðunum um vaxtastig í hagkerfinu í samræmi við markmið Seðlabankans um að halda verðbólgu í skefjum. Fjármál ríkissjóðs eru því ekki eins og fjármál heimilis eða fyrirtækis: þegar heimili borgar fyrir vöru eða þjónustu eða þegar fyrirtæki borgar laun gerist ekkert fyrir peningamagn í umferð, annað en það hreyfist til. En þegar ríkissjóður greiðir t.d. laun lækna eða kennara eykst peningamagn í umferð. Þá eru útgjöld ríkissjóðs ákveðin af Alþingi og innt af hendi í gjaldmiðli sem Seðlabanki Íslands sér til að sé nægilega mikið til af. Síðast en ekki síst: háar skuldir í íslenskri krónu geta bugað heimili eða fyrirtæki, en það mun aldrei gerast í tilfelli ríkissjóðs Íslands. Hví ætti ríkissjóður að enda í greiðsluvandræðum þegar hann eykur peningamagn í umferð í hvert skipti sem hann greiðir fyrir eitthvað? Hin raunverulegu takmörk: verðbólga Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs varða ekki greiðslugetu hans í íslenskri krónu eða hættuna á gjaldþroti ríkissjóðs. Það má aldrei gleyma því að fjármál ríkissjóðs eru ekki eins og fjármál heimilis. Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs eru tengd verðlagi. Þótt ríkissjóður hafi greiðslugetu til að kaupa það sem hann vill fyrir hvaða verð sem er, svo lengi sem verðið er rukkað í íslenskri krónu, er augljóst að það er ekki þar með sagt að hann eigi að gera það. Svall í fjármálum ríkissjóðs leiðir óhjákvæmilega til verðbólgu ef hagkerfið er ekki í stakk búið til að mæta þeirri eftirspurn sem halli á fjármálum ríkissjóðs býr til. Hvernig þróa ríkisfjármál hagkerfið – og samfélagið? Áhrif ríkisfjármála á hagkerfið eru gífurleg! Útgjöld ríkissjóðs halda uppi og auka menntun á Íslandi, viðhalda heilbrigði og bæta samgöngur svo nokkur dæmi séu nefnd. Þau minnka atvinnuleysi, draga úr fátækt og stuðla að öryggi, svo nokkur önnur séu nefnd. Framleiðslugeta hagkerfisins og vöxtur hennar er studd af og að hluta útgjöldum ríkissjóðs að þakka: fyrirtæki njóta öll góðs af góðum samgöngum, öryggi og vel menntuðu vinnuafli, sem dæmi. Skattar eru hin hliðin á fjármálum ríkissjóðs. Margir þeirra, t.d. virðisaukaskattur, hækka verðlag. Þeir draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta og auka eigin framleiðslugetu sem og hagkerfisins. Þeir draga úr hvata fólks til að vinna, auka tekjur sínar og hafa í sig og á. Þeir geta aukið eftirspurn eftir einni vöru á kostnað annarrar. Markmið ríkisfjármálastefnunnar – og val kjósenda Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá efnahagslegu sjónarmiði einu, er sú sem blandar saman þeim útgjöldum og sköttum sem ýta undir framleiðni hagkerfisins. Stöðugt verðlag, og ekki skuldastaða ríkissjóðs í íslenskri krónu, á samtímis að vera eitt af efnahagsmarkmiðum ríkisfjármála. Þetta er t.d. gert með stuðningi við rannsóknir og vöruþróun háskóla og fyrirtækja, með fjárfestingum í samgöngukerfum og sí- og endurmenntun vinnuafls. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá samfélagslegu sjónarmiði einu, er sú sem viðheldur atvinnustigi og heldur fátækt í skefjum. Hún stuðlar einnig að samfélagslegum friði, t.d. með því að vinna að vilja kjósenda um jöfnuð. Þetta er t.d. gert með stighækkandi sköttum, atvinnuframboðstryggingu og lágmarks framfærslu fólks sem getur ekki séð fyrir sér sjálft. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá umhverfislegu sjónarmiði einu, er sú sem ýtir undir sjálfbærni hagkerfisins. Auðlindir sem eru notaðar í dag verða ekki notaðar á morgun. Ekkert hagkerfi getur staðið undir sjálfu sér og tryggt íbúum þess ótímabundna velsæld hafi það ekki auðlindir sem það getur notað til langs tíma. Fólk setur mismunandi vægi á þessi efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu markmið, sem geta hæglega stangast á. Þá eru stundum margar leiðir að sama markmiði. Lágir skattar geta haft svipuð áhrif og aukin útgjöld og sumtíðis er betra að einkageirinn eða opinberi geirinn geri það sem hinn geirinn gerir í dag – eða þeir vinni saman að sama markmiðinu. Það er pólitískt val, sem hefur efnahagslegar afleiðingar, hvaða leið er valin til að ná markmiðum fjármála ríkissjóðs. Við megum þó aldrei, óháð pólitískum sjónarmiðum um réttu leiðina að réttu markmiðunum, raska athygli okkar með órökréttum áhyggjum um skuldir ríkissjóðs í íslenskri krónu. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar