Innlent

Mjög þungur dagur á bráða­mót­töku vegna hálku­slysa

Smári Jökull Jónsson skrifar
Álagið hefur verið mikið á bráðamóttökunni í dag.
Álagið hefur verið mikið á bráðamóttökunni í dag. Vísir/Vilhelm

Mikið álag hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir höfuðhögg og beinbrot vera algengustu meiðslin í kjölfar slysanna.

Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu í dag og margir sem hafa þurft aðhlynningu á bráðamóttökunni eftir að hafa runnið í hálku.

Að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttökunni, er um að ræða fólk á öllum aldri sem hefur þurft að leita aðstoðar vegna höfuðhögga og beinbrota.

„Álagið hefur verið mikið vegna þessara slysa. Núna þessa stundina erum við með tuttugu og sjö til meðferðar á deildinni sem hafa lent í hálkuslysum,“ sagði Hjalti Már í samtali við fréttastofu.

„Svo er talsverður fjöldi sem búið er að afgreiða fyrr í dag, við höfum ekki náð að taka saman heildarfjölda þeirra sem hingað hafa komið.“

Hann segir daginn hafa verið mjög þungan og í samtali blaðamanns við Hjalta heyrðist augljóslega í bakgrunninum að mikið var um að vera á deildinni.

„Ég vil hvetja fólk til þess að fara varlega, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða akandi,“ bætti Hjalti Már við að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×