Hildur Björnsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúar ætla að viðra ólíkar skoðanir á framtíð Reykjavíkuborgar, nú eru fáir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga.
Hagfræðingarnir Þórólfur Matthíasson og Ásgeir Brynjar Torfason ætla að velta því upp hvort Covid19 sé að breyta hagkerfi heimsins og þá hvernig? Eru að verða varanlegar breytingar á flutningum, framleiðslu, neyslu og hagstjórn hugsanlega líka.
Síðasti gestur minn verður svo Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann ætlar að fjalla um andstöðu íbúanna í bænum við endurreisn kísilverksmiðju í Helguvík. Sú gamla hlýtur að teljast með þeim allra misheppnuðustu í síðari tíð - bæjarbúar hafa fengið nóg að sögn.
Allt þetta á milli tíu til tólf á Bylgjunni og líka á Vísi í beinni netútsendingu hér að neðan.