N1 selur límgildrur sem óheimilt er að nota Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 16:54 Matvælastofnun hefur margoft vakið athygli á málinu Vísir/Getty Fyrirtækið N1 selur sérstakar límgildrur sem Matvælastofnun hefur sagt að samræmist ekki lögum um dýravelferð. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita aðferðum við aflífun dýra, sem valda þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira