Hinseginvika í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2022 14:06 Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar, sem er meðal annars í forsvari fyrir Hinseginvikuna í Sveitarfélaginu Árborg. gpp Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar. Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend Árborg Hinsegin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend
Árborg Hinsegin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira