Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 13:44 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, segir þessar ráðstafanir hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan séu. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. „Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira