Margrét nú verið drottning í hálfa öld Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2022 07:52 Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku, en í skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. AP Danir fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning landsins. Fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna valdaafmælisins hafði áður verið frestað til næsta hausts vegna heimsfaraldursins. Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur 14. janúar 1972, þá 31 árs að aldri, þegar faðir hennar, Friðrik IX lést 72 ára að aldri. Þáverandi forsætisráðherra landsins, Jens Otto Krag, stóð svo ásamt Margréti á svölum Kristjánsborgarhallar, nítján klukkustundum eftir andlát konungsins og lýsti því formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað verður afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, verða meðal ræðumanna. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, átti sömuleiðis að halda tölu en varð að boða forföll eftir að hann greindist með kórónuveiruna í gær. Halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu Á hádegi munu Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans verður lagður við leiði Friðriks IX og Ingiríðar drottningar, foreldra drottningarinnar. Margrét fagnaði áttræðisafmæli sínu á síðasta ári en þá, líkt og nú, varð að fresta hátíðarhöldum vegna faraldursins. Einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þá hefur einungis Elísabet II Englandsdrottning setið lengur en Margrét Þórhildur á drottningarstóli í Evrópu. Þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til Þjóðaratkvæðagreiðslu þurfti á sínum tíma til að Margrét Þórhildur gæti yfirhöfuð orðið drottning. 85 prósent landsmanna greiddu árið 1953 atkvæði með því að kona gæti tekið við krúnunni. Mikil undiralda var á þeim tíma með auknum feminisma í dönsku þjóðfélagi og sömuleiðis þeirri staðreynd að Friðrik og Ingiríður höfðu eignast þrjár dætur og engan son. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og segir í frétt AP að samkvæmt skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. Heimir Már Pétursson ræddi við Margréti Þórhildi í Kaupmannahöfn árið 2017 og þar kom Ísland sannarlega við sögu. Danmörk Kóngafólk Tímamót Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur 14. janúar 1972, þá 31 árs að aldri, þegar faðir hennar, Friðrik IX lést 72 ára að aldri. Þáverandi forsætisráðherra landsins, Jens Otto Krag, stóð svo ásamt Margréti á svölum Kristjánsborgarhallar, nítján klukkustundum eftir andlát konungsins og lýsti því formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað verður afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, verða meðal ræðumanna. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, átti sömuleiðis að halda tölu en varð að boða forföll eftir að hann greindist með kórónuveiruna í gær. Halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu Á hádegi munu Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans verður lagður við leiði Friðriks IX og Ingiríðar drottningar, foreldra drottningarinnar. Margrét fagnaði áttræðisafmæli sínu á síðasta ári en þá, líkt og nú, varð að fresta hátíðarhöldum vegna faraldursins. Einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þá hefur einungis Elísabet II Englandsdrottning setið lengur en Margrét Þórhildur á drottningarstóli í Evrópu. Þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til Þjóðaratkvæðagreiðslu þurfti á sínum tíma til að Margrét Þórhildur gæti yfirhöfuð orðið drottning. 85 prósent landsmanna greiddu árið 1953 atkvæði með því að kona gæti tekið við krúnunni. Mikil undiralda var á þeim tíma með auknum feminisma í dönsku þjóðfélagi og sömuleiðis þeirri staðreynd að Friðrik og Ingiríður höfðu eignast þrjár dætur og engan son. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og segir í frétt AP að samkvæmt skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. Heimir Már Pétursson ræddi við Margréti Þórhildi í Kaupmannahöfn árið 2017 og þar kom Ísland sannarlega við sögu.
Danmörk Kóngafólk Tímamót Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira