Taka þátt í krefjandi þrautum til styrktar stúlkunni sem slasaðist alvarlega í hoppukastalanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2022 10:45 Frá vettvangi slyssins í sumar. Vísir/Lillý Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysinu á Akureyri í sumar hafa hafið söfnun til styrktar stúlkunnar og fjölskyldu hennar. Sex ára gömul stúlka, Klara að nafni, slasaðist alvarlega þann 1. júlí síðastliðinn þegar hoppukastali sem staðsettur var við skautahöllina á Akureyri tókst á loft. Aðstandendur Klöru hafa nú hafið söfnun til styrktar Klöru og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir,“ frænka Klöru í Reykjavík síðdegis í gær. Þannig hefur móðir Klöru og stór hópur fólks skráð sig í Landvætt á þessu ári, ýmist heilan eða hálfan, er það fjölþraut þar sem leysa þarf að hendi ákveðin krefjandi útivistarverkefni í hverjum landsfjórðungi. Hópurinn kemur til með að safna áheitum fyrir hverja þraut og mun sú fjárhæð sem safnast renna til Klöru og fjölskyldu hennar, til að aðstoða við endurhæfingaferlið og það fjárhagstjón sem fjölskyldan hefur orðið fyrir. Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem hægt verður að fylgjast með undirbúningi hópsins fyrir hverja áskorun, en á sama tíma er Klara í stífri endurhæfingu eftir slysið. „Endurhæfingin er enn í gangi og gengur vel en við náttúrulega vitum það að hún mun taka langan tíma. Eins og við höfum talað um áður, framtíðin er bara dálítið óskrifuð,“ sagði Ásthildur. Nálgast má Facebook-síðuna til stuðnings Klöru hér, auk þess sem að upplýsingar um styrktarreikninginn má nálgast hér að neðan. Styrktarreikningur Klöru Kennitala: 081114-2500 Reikningsnúmer: 0123-15-043225 Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. 3. júlí 2021 11:59 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Sex ára gömul stúlka, Klara að nafni, slasaðist alvarlega þann 1. júlí síðastliðinn þegar hoppukastali sem staðsettur var við skautahöllina á Akureyri tókst á loft. Aðstandendur Klöru hafa nú hafið söfnun til styrktar Klöru og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir,“ frænka Klöru í Reykjavík síðdegis í gær. Þannig hefur móðir Klöru og stór hópur fólks skráð sig í Landvætt á þessu ári, ýmist heilan eða hálfan, er það fjölþraut þar sem leysa þarf að hendi ákveðin krefjandi útivistarverkefni í hverjum landsfjórðungi. Hópurinn kemur til með að safna áheitum fyrir hverja þraut og mun sú fjárhæð sem safnast renna til Klöru og fjölskyldu hennar, til að aðstoða við endurhæfingaferlið og það fjárhagstjón sem fjölskyldan hefur orðið fyrir. Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem hægt verður að fylgjast með undirbúningi hópsins fyrir hverja áskorun, en á sama tíma er Klara í stífri endurhæfingu eftir slysið. „Endurhæfingin er enn í gangi og gengur vel en við náttúrulega vitum það að hún mun taka langan tíma. Eins og við höfum talað um áður, framtíðin er bara dálítið óskrifuð,“ sagði Ásthildur. Nálgast má Facebook-síðuna til stuðnings Klöru hér, auk þess sem að upplýsingar um styrktarreikninginn má nálgast hér að neðan. Styrktarreikningur Klöru Kennitala: 081114-2500 Reikningsnúmer: 0123-15-043225
Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. 3. júlí 2021 11:59 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59
Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. 3. júlí 2021 11:59
„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51
Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00