Svínshjartað marki tímamót en mögulega tímabundin lausn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 21:00 Svínshjarta var í fyrsta sinn í sögunni grætt í manneskju. Hjartaskurðlæknir segir aðgerðina marka tímamót í læknavísinunum en setur ákveðna varnagla við ígræðsluna sem gæti verið tímabundin lausn. Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“ Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“
Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14