„Eilífðarfanginn“ Zubaydah fær milljónir frá Litháen vegna pyntinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 10:43 Zubaydah er enn haldið í Guantanamo. Til vinstri má sjá stillu úr heimildarmynd Amnesty International um vatnspyntingar. Stjórnvöld í Litháen hafa greitt Abu Zubaydah, „eilífðarfanganum“, meira en 110 þúsund dollara í bætur fyrir að hafa heimilað bandarísku leyniþjónustunni að hafa haldið honum og pyntað á „svörtum stað“ skammt frá borginni Vilníus. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah. Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah.
Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira