„Eilífðarfanginn“ Zubaydah fær milljónir frá Litháen vegna pyntinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 10:43 Zubaydah er enn haldið í Guantanamo. Til vinstri má sjá stillu úr heimildarmynd Amnesty International um vatnspyntingar. Stjórnvöld í Litháen hafa greitt Abu Zubaydah, „eilífðarfanganum“, meira en 110 þúsund dollara í bætur fyrir að hafa heimilað bandarísku leyniþjónustunni að hafa haldið honum og pyntað á „svörtum stað“ skammt frá borginni Vilníus. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah. Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah.
Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“