Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 18:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira