Innlent

„Enn einn sólar­hringurinn að baki“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins hefur í nægu að snúast þessa dagana.
Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins hefur í nægu að snúast þessa dagana. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins virðist orðið nokkuð þreytt á ástandi síðustu vikna ef marka má færslu slökkviliðsins á Facebook. Flugeldar koma við sögu enn sem áður.

Í færslunni segir: „Enn einn sólarhringurinn að baki og í þetta skiptið fórum við í 96 sjúkraflutninga og 5 útköll á dælubíl.“

Þá voru tveir til fjórir starfsmenn slökkviliðsins sem sinntu sýnatökum vegna kórónuveirunnar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Útköllin voru fjölbreytt en meðal annars var kveikt í blaðagámi í Breiðholti. Slökkviliðið hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að útköll á borð við þessi séu algeng í kringum áramótin og beinlínis biðlað til fólks um að hætta að kveikja í gámum.

Slökkviliðið var einnig kallað til aðstoðar vegna umferðaslyss og hreinsunar á olíu en Facebook færsluna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×