Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 18:56 Klíníkin í Ármúla starfrækir fjórar skurðstofur. Vísir/Hanna Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira