Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 20:27 Travis McMichael eftir að hann var sakfelldur fyrir morð. EPA/Stephen B. Morton Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent