Forsíðufyrirsögnin: „Þyngdist um 15 kíló og hefur aldrei litið betur út” Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 6. janúar 2022 13:31 Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Fjölmiðlar Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun