Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2022 23:00 Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, tóku fyrstu skóflustunguna. Mynd/Akureyrarbær Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11
Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14