Erlent

Stjórnlaus rússnesk eldflaug á leið til jarðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Liu Guoxing/VCG via Getty Images)

Geimvísindamenn fylgjast nú grannt með rússneskri eldflaug sem er á hraðri leið til jarðar innan næsta sólarhrings.

Angara-A5 eldflauginni var skotið á loft frá Plesetsk-stöð Rússa í Arkhangelsk mánudaginn 27. desember síðastliðinn. Eldflaugaskotið var hluti af tilraun Rússa á nýjum eldflaugahlut.

Í frétt CNN er haft eftir yfirlýsingu frá geimstjórnstöð Bandaríkjanna að verið sé að fylgjast með eldflauginni sem er á leið niður til jarðar. Flest geimrusl brennur upp til agna á leið sinni í gegnum andrúmsloftið en stærri hlutir geta þó fallið alla leið niður til jarðar.

Ekki var ætlunin að eldflaugin myndi falla til jarðar heldur átti hún að svífa um geiminn um ókomna tíð eftir að hlutverki hennar var lokið.

Ekki er vitað nákvæmlega hvar eldflaugin muni koma niður en sem fyrr segir er grannt fylgst með. Ekki er þó talin að sérstök hætta stafi af falli eldflaugarinnar.

Holger Krag, yfirmaður geimrusldeildar Evrópsku geimvísindastofnunnar segir þó að að ekki sé hægt að hunsa eldflaugin á leið til jarðar, fylgjast þurfi vel með henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×