Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 12:15 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16