Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 20:46 Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar stóð vaktina í dag. Vísir Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16