Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2022 21:22 Eldstöðin í Fagradalsfjalli í síðustu viku. Kvikan er núna talin vera á um 1.500 metra dýpi. Egill Aðalsteinsson Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00