Högg að fá fréttir um sig byggðar á misskilningi lögreglu Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 11:08 Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, harmar fréttaflutning um að heimilislaus maður hafi verið látinn sofa úti í kuldanum eftir að hafa verið vísað úr gistiskýli á vegum borgarinnar. Sú sé ekki raunin. Vísir Framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir fréttaflutning um að starfsmenn gistiskýlis hafi látið heimilislausan mann sofa úti í kuldanum mikið högg fyrir starfsfólkið. Það hafi enda verið að gera allt rétt, ólíkt því sem lögregla gaf í skyn í dagbók sinni í morgun. Þetta sé misskilningur af hálfu lögreglunnar. Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37