Elma Lísa var stjörf og stíf þegar hún horfði á Skaupið Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2022 11:19 Hjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Reynir leikstýrði Skaupinu og Elma Lísa var aðalleikonan. Þau eru ánægð með hvernig til tókst. Geir Gunnarsson Hjónin Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, og Elma Lísa Gunnarsdóttir eiginkona hans, aðalleikari Áramótaskaupsins 2021, eru hæstánægð með hvernig til tókst. Þau voru gestir Bítisins í morgun og hittu þar fyrir afar jákvæða umsjónarmenn sem hrósuðu þessum helsta sjónvarpsþætti landsins í hástert. Hjónin voru spurð hvernig þeim litist á viðtökur og Reynir sagði að þau hafi verið í hálfgerðri sjálfskipaðri einangrun því þau stefni að því að koma sér til útlanda. Fer ekki inn á Twitter Elma Lísa sagði spurð að hún reyndi að forðast samfélagsmiðla. „Já, ég hef verið smá þar. Kíki ekki á það, það er aldrei gott.“ Reyndar virðist Skaupið hafa fallið ágætlega í kramið á Twitter þar sem eitt og annað sem ofarlega er á baugi er tekið fyrir. Eins og sést á þessari samantekt Vísis. Þau hjón sögðust telja að allir listamenn væru viðkvæmir fyrir gagnrýni þó þeir segist ekki vera það. Þeir reyni að vera svalir. „Svo heyrir maður bara það jákvæða. Þess vegna forðast maður Twitter,“ sagði Elma Lísa. Og Reynir telur erfitt að höfða til allra vegna pólaríseringar í samfélaginu. Reynir og Elma Lísa sögðust sátt við Skaupið. Og margir brandarar þar kölluðu fram hlátur. Til greina hafi komið að taka til umfjöllunar ein 200 atriði, asnalega mikið neikvætt hafi gerst á árinu. „Þetta endaði með því að við skrifuðum 90 sketsa en við gerðum 40. Síðustu tvær vikurnar þá var maður aðallega að vinsa úr, hvað er fyndnara en annað. Ég viðurkenni að á gamlárskvöld með G&T í glasi, hló ég að öllum bröndurum nema einum,“ sagði Reynir. Sem vildi þó taka það fram að það hafi verið vegna tæknilegrar útfærslu, spurður um hver þessi eini hafi verið. En vildi meina að ef maður væri að hlæja svona að eigin fyndni, þá hlyti þetta að vera í lagi. Bannað að meiða Umsjónarmaður Bítisins var ánægður með að Skaupið hafi ekki verið rætið, eins og hann kallaði það, einhver tiltekinn stjórnmálamaður væri ekki tekinn af lífi og þau hjón sögðu Skaupið fyrir alla. Líka fyrir stjórnmálamenn sem hafa kannski aðeins gert upp á bak. En þau vildu þó kýla uppá við, það megi stjaka við fólki sem ræður og á meira, sem stjórnar þjóðfélaginu og lætur eins og bavíanar. En það megi ekki meiða þá sem minna mega sín, þá hætti atriðin að vera fyndin. Þetta er í þriðja skipti í röð sem Reynir er leikstjóri Skaupsins og hann segir að þetta venjist illa, að vera undir þessari pressu. „Í fyrra rétti svili minn mér G&T, það voru búnir tveir sketsar og ég leita á drykkinn og hann var búinn. Ég man ekki eftir því að hafa drukkið hann.“ Og Elma Lísa segir pressuna vissulega til staðar, það að vera að leika í þessum þætti sem öll þjóðin horfir á: „Ég var í leiðslu, gat ekki hreyft mig, stíf öll – þetta er skrítið.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Samfélagsmiðlar Áramótaskaupið Tengdar fréttir Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Þau voru gestir Bítisins í morgun og hittu þar fyrir afar jákvæða umsjónarmenn sem hrósuðu þessum helsta sjónvarpsþætti landsins í hástert. Hjónin voru spurð hvernig þeim litist á viðtökur og Reynir sagði að þau hafi verið í hálfgerðri sjálfskipaðri einangrun því þau stefni að því að koma sér til útlanda. Fer ekki inn á Twitter Elma Lísa sagði spurð að hún reyndi að forðast samfélagsmiðla. „Já, ég hef verið smá þar. Kíki ekki á það, það er aldrei gott.“ Reyndar virðist Skaupið hafa fallið ágætlega í kramið á Twitter þar sem eitt og annað sem ofarlega er á baugi er tekið fyrir. Eins og sést á þessari samantekt Vísis. Þau hjón sögðust telja að allir listamenn væru viðkvæmir fyrir gagnrýni þó þeir segist ekki vera það. Þeir reyni að vera svalir. „Svo heyrir maður bara það jákvæða. Þess vegna forðast maður Twitter,“ sagði Elma Lísa. Og Reynir telur erfitt að höfða til allra vegna pólaríseringar í samfélaginu. Reynir og Elma Lísa sögðust sátt við Skaupið. Og margir brandarar þar kölluðu fram hlátur. Til greina hafi komið að taka til umfjöllunar ein 200 atriði, asnalega mikið neikvætt hafi gerst á árinu. „Þetta endaði með því að við skrifuðum 90 sketsa en við gerðum 40. Síðustu tvær vikurnar þá var maður aðallega að vinsa úr, hvað er fyndnara en annað. Ég viðurkenni að á gamlárskvöld með G&T í glasi, hló ég að öllum bröndurum nema einum,“ sagði Reynir. Sem vildi þó taka það fram að það hafi verið vegna tæknilegrar útfærslu, spurður um hver þessi eini hafi verið. En vildi meina að ef maður væri að hlæja svona að eigin fyndni, þá hlyti þetta að vera í lagi. Bannað að meiða Umsjónarmaður Bítisins var ánægður með að Skaupið hafi ekki verið rætið, eins og hann kallaði það, einhver tiltekinn stjórnmálamaður væri ekki tekinn af lífi og þau hjón sögðu Skaupið fyrir alla. Líka fyrir stjórnmálamenn sem hafa kannski aðeins gert upp á bak. En þau vildu þó kýla uppá við, það megi stjaka við fólki sem ræður og á meira, sem stjórnar þjóðfélaginu og lætur eins og bavíanar. En það megi ekki meiða þá sem minna mega sín, þá hætti atriðin að vera fyndin. Þetta er í þriðja skipti í röð sem Reynir er leikstjóri Skaupsins og hann segir að þetta venjist illa, að vera undir þessari pressu. „Í fyrra rétti svili minn mér G&T, það voru búnir tveir sketsar og ég leita á drykkinn og hann var búinn. Ég man ekki eftir því að hafa drukkið hann.“ Og Elma Lísa segir pressuna vissulega til staðar, það að vera að leika í þessum þætti sem öll þjóðin horfir á: „Ég var í leiðslu, gat ekki hreyft mig, stíf öll – þetta er skrítið.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Samfélagsmiðlar Áramótaskaupið Tengdar fréttir Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07
Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50
Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“