Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. janúar 2022 22:30 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16