Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 18:24 Dagur segist telja að ökumenn leggi oft illa af hreinu gáleysi. Aðsend Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend
Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira