Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 12:16 Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Vísir/Friðrik Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira