Flugeldaslys: „Fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 13:34 Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að fullorðnir eigi að vita betur. Nokkrir slösuðust við notkun flugelda í gærvöldi og í nótt. Meðal slasaðra voru börn og unglingar en fullorðnir karlmenn voru þó stærstur hluti þeirra sem slösuðust af völdum flugelda. Þá vakti furðu yfirlæknis á bráðamóttöku að margir hafi hlotið brunasár á höndum þessi áramótin. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“ Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“
Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira