Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 12:36 Röðin í sýnatöku hefur verið gríðarlega löng í morgun. Aðsend/Tryggvi Rafn Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira