Innlent

Bað um að við­tal Sölva við sig yrði ekki birt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sölvi tók viðtalið við Boga í apríl á þessu ári, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram.
Sölvi tók viðtalið við Boga í apríl á þessu ári, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Samsett

Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum.

Bogi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en segir að viðtalið umrædda hafi verið tekið upp í apríl, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram: „Við komumst að samkomulagi um það að þetta yrði ekki birt. Þetta var viðtal sem var tekið í apríl,“ segir Bogi og bætir við að viðtalið sé orðið um átta mánaða gamalt. Stundin greindi fyrst frá.

Fréttastofa fjallaði um málið í gær en Sölvi hefur nú opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annars verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus og Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi.

Frétt uppfærð kukkan 23.00: Hermann Hreiðarsson og Krummi í Mínus hafa einnig óskað eftir því að viðtöl Sölva við sig fari ekki í birtingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×