„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 21:54 Notkun stórvirkra snjótætara eða blásasra hefur auðveldað snjómoksturinn mjög á seinni árum. Vísir/Tryggvi Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“ Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“
Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00
Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30