Álfheiður Pírati fær loks að heita Pírati Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 15:22 Álfheiður veltir því nú upp hvort það fari henni betur að vera Álfheiður P. Eymarsdóttir eða P. Álfheiður Eymarsdóttir. Aðsend Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, fær loks að taka upp nafnið Pírati eftir áralanga baráttu við mannanafnanefnd. Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar. Mannanöfn Píratar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar.
Mannanöfn Píratar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira