Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 10:25 Fólk syrgir þá sem myrtir voru í Denver á dögunum. AP/David Zalubowski Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05